4. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. september 2014 kl. 09:06


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:06
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:06
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:06
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:06
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:06
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:06
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda Kl. 09:06
Dagskrárlið frestað.

2) Upplýsingafundur - símahleranir Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Ragnhildur Hjaltadóttur, Þórunn J. Hafstein og Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu, Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson frá embætti ríkissaksóknara og Reimar Pétursson frá Lögmannafélagi Íslands. Fóru þau yfir XI.kafla laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008 um símahlustun og önnur sambærilega úrræði. Einnig var farið yfir hvernig þessum heimildum væri beitt, hvernig eftirliti með þeim væri háttað og samanburð við önnur lönd.

3) Tilskipun 2014/28 um samhæfingu ákvæða um markaðssetningu og eftirlit með sprengiefnum til almennra nota Kl. 11:10
Á fund nefndarinnar komu Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneytinu, Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir tilskipun 2014/28/ESB og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun 2014/58 um skráningarkerfi til að rekja skotelda frá framleiðanda til notanda Kl. 11:20
Á fund nefndarinnar komu Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneytinu, Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir tilskipun 2014/58/ESB og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Tilskipun 2012/28/ESB er varðar munaðarlaus höfundarverk. Kl. 11:30
Á fund nefndarinnar komu Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneytinu, Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir tilskipun 2012/28/ESB og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 6. mál - lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda Kl. 11:40
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkir áliti.
Halldóra Mogensen með fyrirvara.

7) 103. mál - meðferð sakamála Kl. 11:45
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50