11. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 08:30


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:45
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:56

Oddgeir Ottesen var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Farið var yfir fundargerðir síðustu þriggja funda og þær samþykktar til birtingar án athugasemda.

2) 1. mál - fjárlög 2015 Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar kom Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sigríður Hallgrímsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir þau frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015, sér í lagi þau atriði sem tengjast málanefnasviði nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:40
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 09:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50