13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 10:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Jóhanna María Sigmundsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 12. fundar samþykkt.

2) Vopnaeign lögreglunnar. Kl. 09:05
Nefndin samþykkti að trúnaður ríki um reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sbr. 2. og 3. mgr. 50. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991.
Á fund nefndarinnar komu Þórunn J. Hafstein, Skúli Þór Gunnsteinsson og Ingilín Kristmannsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og fóru þau yfir framangreindar reglur og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Á fund nefndarinnar komu Georg Lárusson, Jón Gunnarsson, Óli Ásgeir Hermannsson og Svanhildur Sverrisdóttir frá Landhelgisgæslunni. Fóru þeir yfir vopnaeign Landhelgisgæslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 214. mál - framhaldsskólar Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson, Elísabet Pétursdóttir og Ólafur Sigurðsson frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Lára Stefánsdóttir frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Fóru þau yfir frumvarpið og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

4) 243. mál - Rauði krossinn á Íslandi og merki Rauða krossins, hálfmánans og kristalsins Kl. 11:10
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og María Rún Bjarnadóttir frá Innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:40