17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:56
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:44
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:40

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 15. og 16. fundar voru samþykktar.

2) 214. mál - framhaldsskólar Kl. 08:40
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að áliti meiri hluta nefndarinnar standa: UBK, LínS, ELA, JMS og VilÁ.

3) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Margrét Júlía Hrafnsdóttir frá Barnaheill, Brynjar M. Valdimarsson frá Brautin- bindindisfélag ökumanna, Hjalti Björnsson og Þorgeir Bjarnason frá félagi áfengis- og vímuefnaráðgjafa, Árni Árnason frá foreldrafélagi gegn áfengisauglýsingum, Áslaugu Birna Ólafsdóttir frá félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Erla Björg Sigurðardóttir frá félagsráðgjafafélagi Íslands, Árni Stefán Jónsson frá stéttarfélagi í almannaþjónustu, Alma Lísa Jóhannsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir frá Fjölmiðlanefnd, Almar Guðmundsson og Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Þórunn Anna Árnadóttir og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu og Sigrún Ósk Sigurðardóttir og Sveinn Víkingur Árnason frá ÁTVR. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 372. mál - lögreglulög Kl. 11:15
Borin var upp sú tillaga að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 78. mál - flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar Kl. 11:17
Borin var upp sú tillaga að Páll Valur Björnsson yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 368. mál - endurupptaka vegna látinna dómþola í máli Hæstaréttar nr. 214/1978 Kl. 11:19
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:20
Bókun Guðbjarts HaHannessonar: Ég fagna því að nefndin hefur fengið tækifæri til að ræða við ráðherra mennta- og menningarmála um málaflokka ráðuneytisins og fjárveitingar samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2014. Ég tel eðlilegt að í framhaldinu sendi nefndin faglegt álit til fjárlaganefndar um þá málaflokka sem heyra undir nefndina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30