22. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. desember 2014 kl. 09:05


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:05
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Líneik Anna Sævarsdóttir og Guðbjartur Hannesson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 19. og 20. voru samþykktar.

2) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Una María Óskarsdóttir frá Kvenfélagasambandi Íslands, Þórlaug Jónsdóttir frá Samtökum um kvennaathvar, Kristín I. Pálsdóttir og Árdís Þórðardóttir frá Rótin- félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, Guðni Rúnar Jónsson og Una Hildardóttir frá Femínistafélagi Íslands, Jónas Guðmundsson frá Samgöngufélaginu og Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir og Óskar Vidalín Kristjánsson, nemendur við Háskólann á Bifröst. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 365. mál - staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneytinu og Guðmundur Þ. Guðmundsson frá Biskupsstofu. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmann.
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) 368. mál - endurupptaka vegna látinna dómþola í máli Hæstaréttar nr. 214/1978 Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Staðgöngumæðrun Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Svanhildur Þorbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneytinu, Kristín Völundardóttir frá Útlendingaeftirlitinu og Ástríður Jóhannesdóttir og Inga Helga Sveinsdóttir frá Þjóðskrá Íslands. Fóru þær yfir það lagaumhverfi sem er til staðar um staðgöngumæðrun og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:27
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:27