24. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. desember 2014 kl. 12:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 12:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 12:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 12:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 12:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 12:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 12:15
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 12:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 12:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 12:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:00
Dagskrárlið frestað.

2) Breyt. á lögum um meðferð einkamála (flýtimeðferð). Kl. 12:05
Á fund nefndarinnar komu Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá innanríkisráðuneytinu, Ingimundur Einarsson og Skúli Magnússon frá Dómstólaráði og Eiríkur Tómasson frá Réttarfarsnefnd. Fóru þeir yfir breytingar á lögum um meðferð einkamála, flýtimeðferð, og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) Breyt. á lögum um gjaldþrotaskipti (fyrningarfrestur). Kl. 12:30
Á fund nefndarinnar komu Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá innanríkisráðuneytinu, Eiríkur Tómason frá Réttarfarsnefnd og Reimar Pétursson frá Lögmannafélagi Íslands. Fóru þeir yfir breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti (fyrningarfrestur) og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

Bókun nefndar: Það er afstaða nefndarinnar að þau ákvæði laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, með síðari breytingum sem lögfest voru með lögum nr. 142/2010 um fyrningarfrest séu í gildi og halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði laganna til bráðabirgða að þau beri að endurskoða innan fjögurra ára. Nefndin beinir því hins vegar til innanríkisráðuneytisins að sú endurskoðun fari fram og allsherjar- og menntamálanefnd verði kynnt afstaða ráðuneytisins formlega.

4) 368. mál - endurupptaka vegna látinna dómþola í máli Hæstaréttar nr. 214/1978 Kl. 12:45
Á fund nefndarinnar komu Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá innanríkisráðuneytinu og Eiríkur Tómasson frá Réttarfarsnefnd. Fóru þeir yfir frumvarpið og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 13:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00