39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 10:19
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:55
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:00

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11:28

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 37 og 38 voru samþykktar.

2) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 09:05
Nefndin fékk umsagnarbeiðni frá utanríkismálanefnd vegna máls. 186. Nefndarmenn fjölluðu um málið og tekin var sú ákvörðun að senda formanni utanríkismálanefndar erindi og biðja um nánari skýringar á því hvað nefndinn vill að allsherjar- og menntamálanefnd fjalli um.

3) 456. mál - Menntamálastofnun Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Valgerður F. Ágústsdóttir og Þóra Björg Jónsdóttir frá sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ragnar Þorsteinsson frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Aðalheiður Steingrímsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson frá Fræðagarði, Karen Ósk Pétursdóttir frá Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Alma Lísa Jóhannsdóttir frá SFR- Stéttarfélag í almannaþjónustu og Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 562. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 11:30
Borin var upp sú tillaga að Jóhanna María Sigmundsdóttir yrði framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt.

5) Önnur mál


Fundi slitið kl. 11:36