43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. mars 2015 kl. 15:15


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:15
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:15
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:15
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 15:15
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:15
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:15
Óttarr Proppé (ÓP) fyrir PVB, kl. 15:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:15

Óttar Proppé vék af fundi kl. 16.30.
Páll Valur Björnsson kom á fund kl. 16.30.
Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 562. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 15:15
Á fund nefndarinnar kom Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir frá Velferðarráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) 389. mál - mannanöfn Kl. 15:45
Á fund nefndarinnar komu Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Guðrún Kvaran frá íslenskri málnefnd, Ágúst Þorbergsdóttir, Helgi Áss Grétarsson og Jóhannes Bjarni Sigtryggsson frá mannanafnanefnd, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Margrét María Sigurðardóttir og Elísabet Gísladóttir frá umboðsmanni barna. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 397. mál - dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna Kl. 16:30
Á fund nefndarinnar komu Margrét María Sigurðardóttir og Elísabet Gísladóttir frá Umboðsmanni barna, Þóra Jónsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheil, Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Menntunarmál fanga Kl. 17:00
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Gíslasson frá Fangelsismálastofnun, Olga Lísa Garðarsdóttir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og Margrét Frímannsdóttir frá Fangelsinu að Litla-Hrauni. Fóru þau yfir menntunarmál fanga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 466. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 17:30
Á fund nefndarinnar kom María Rún Bjarnadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 18:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:00