48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Unnur Brá Konráðsdóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagkrárlið frestað.

2) 430. mál - meðferð sakamála og lögreglulög Kl. 09:02
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa LínE, ELA, VilÁ. UBK og JMS eru á áliti í samræmi við 4. mgr. 18. gr. reglna um fastanefndir Alþingis.

3) 562. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 09:10
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa LínE, ELA, VilÁ, PVB. UBK og JMS eru á áliti í samræmi við 4. mgr. 18. gr. reglna um fastanefndir Alþingis.

4) Heimilisofbeldi. Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Camilla Grimsæth frá Noregi, Alda Hrönn Jóhannsdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Ólafur Örn Bragason frá embætti Ríkislögreglustjóra. Fóru þau yfir stöðu mála hvað varðar heimilsofbeldi í Noregi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:00