49. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 10:00 vegna annarra þingstarfa.
Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð nr. 47 var samþykkt.

2) 456. mál - Menntamálastofnun Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Björg Pétursdóttir, Elísabet Pétursdóttir, Jón Vilberg Guðjónsson og Leifur Eysteinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) 339. mál - orlof húsmæðra Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Svanhvít Jónsdóttir frá orlofsnefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu, Una María Óskarsdóttir frá Kvenfélagasambandi Íslands, Hulda Ólafsdóttir, Vilborg Þ.K. Bergman og Hanna Dóra Þórisdóttir frá orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík, Guðlaug Erla Jónsdóttir frá orlofsnefnd Kópavogs, Fríða Rós Valdimarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands, Fanný Gunnarsdóttir frá Jafnréttisráði, Unnur V. Ingólfsdóttir frá Mosfellsbæ og Elínborg Sigurðardóttir og Guðrún Friðjónsdóttir frá sambandi sunnlenskra kvenna. Fóru þær yfir frumvarpið og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35