54. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. apríl 2015 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:50
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 08:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:45
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 08:30

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 669. mál - dómstólar Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Þorsteinn A. Jónsson frá Hæstarétti Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 687. mál - lögræðislög Kl. 08:45
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Fanney Óskarsdóttir og María Rún Bjarnadóttir frá Innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Breyt. á lögum um útlendinga. Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Erna Kristín Blöndal og Íris Björg Kristjánsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 703. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 09:40
Borin var upp sú tillaga að senda málið til umsagnar og að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 09:45
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður í máli 669.dómstólar, máli 605. meðferð einkamála, máli 670. Norðurlandasamningur um erfðir og skipti á dánarbúum og máli 673. vopnalög.
Það var samþykkt.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:45