57. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 15:05


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:05
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:20
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur (JMS), kl. 15:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:05
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 15:05
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 15:05

Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerðir nr. 55 og 56 voru samþykktar.

2) 605. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 15:07
Á fund nefndarinnar komu Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheill, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Skúli Magnússon frá Dómarafélagi Íslands, Hervör Þorvaldsdóttir frá Dómstólaráði, Björn L. Bergsson frá Endurupptökunefnd, Hildur Ýr Viðarsdóttir og Stefán Andrew Svensson frá Lögmannafélagi Íslands, Sigríður Friðjónsdóttir frá embætti Ríkissaksóknara og Ólafur Þór Hauksson frá embætti sérstaks saksóknara. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 670. mál - Norðurlandasamningur um erfðir og skipti á dánarbúum Kl. 16:50
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkir afgreiðslu málsins. Elsa Lára Arnardóttir ritar undir álitið í samræmi við 4.mgr. 18. gr. reglna um fastanefndir Alþingis.

4) Önnur mál Kl. 17:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00