60. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. maí 2015 kl. 09:30


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:30
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur (JMS), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:00
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:50
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30

Guðbjartur Hannesson og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Páll Valur Björnsson vék af fundi kl. 10:30

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 58 var samþykkt.

2) 629. mál - verndarsvæði í byggð Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Margrét Hallgrímsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands, Kristín Huld Sigurðardóttir og Pétur Ármannsson frá Minjastofnun og Kristbjörg Stephensen, Ebba Schram, Örn Sigurðsson og Ólöf Örvarsdóttir frá Reykjavíkurborg. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 456. mál - Menntamálastofnun Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Ákveðið var að senda mál 638 og mál 502 til umsagnar.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00