45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:10
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 430. mál - meðferð sakamála og lögreglulög Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 389. mál - mannanöfn Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Fanney Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu, Ástríður Jóhannesdóttir og Inga Helga Sveinsdóttir frá Þjóðskrá Íslands og Árni Grétar Jóhannsson frá samtökunum 78, Kolbrún Kristínardóttir Anderson frá samtökunum Intersex Ísland og Ugla Stefanía Jónsdóttir frá Trans Ísland. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 475. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt, Sindri Guðjónsson frá Vantrú, Guðrún Karls Helgudóttir frá Prestafélagi Íslands og Guðmundur Þór Guðmundsson frá Biskupsstofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 463. mál - handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Erla Kristín Árnadóttir frá Fangelsismálastofnun, Þorsteinn Gunnarsson frá Útlendingastofnun og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30