4. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. september 2015 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Hörður Ríkharðsson (HR) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:52

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.
Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 1., 2. og 3. voru samþykktar án athugasemdar.

2) Kynning á þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Rósa Guðrún Erlingsdóttir frá Velferðarráðuneytinu. Ráðherra fór yfir þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 60. mál - sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 Kl. 09:40
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) 12. mál - sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu Kl. 09:42
Borin var upp sú tillaga að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 9. mál - aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Kl. 09:44
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 17. mál - lýðháskólar Kl. 09:45
Borin var upp sú tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 09:45
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:45