9. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. október 2015 kl. 08:30


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Hörður Ríkharðsson (HR) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:45

Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Helgi Hrafn Gunnnarsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir voru fjarverandi.
Karl Garðarsson vék af fundi kl. 09:00 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð nr. 8 var samþykkt án athugasemda.

2) Hvítbók um umbætur í menntun. Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Björg Pétursdóttir og Ársæll Guðmundsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir niðurstöður Hvítbókar um umbætur í menntun og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 157. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 10:00
Nefndin fór yfir nefndarálit sitt. Ákveðið var að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

4) Önnur mál Kl. 10:07
Beiðni kom frá Guðmundi Steingrímssyni um að sérstakur fundur yrði haldinn um refsiramma í fíkniefnamálum. Sú beiðni var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:15