32. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. janúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:13
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 09:18

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundagerð nr. 31., var samþykkt án athugasemda.

2) 402. mál - neytendasamningar Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Björn Freyr Björnsson og Guðrún Rósa Ísberg frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 401. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar kom Þorvaldur Heiðar Þorvaldsson frá innanríkisráðuneytinu. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu, skýrsla nefndar innanríkisráðherra Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Þórunn J. Hafstein og Margrét Kristín Pálsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og Daði Kristjánsson frá embætti Ríkissaksóknara. Fóru þau yfir skýrslu nefndar innanríkisráðherra um meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 12. mál - sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu Kl. 10:05
Borin var upp sú tillaga að senda tillöguna til umsagnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sbr. 4. mgr. 23. gr. laga nr. 55/1991. Frestur hennar til að skila umsögn er 18. febrúar nk. Tillagan var samþykkt.

6) 362. mál - höfundalög Kl. 10:10
Borin var upp tillaga um að afgreiða álit nefndarinnar. Það var samþykkt.
Að áliti meiri hlutans standa UBK, GStein, LínS, WÞÞ, ÓÞ, JMS, BjG og VilÁ.

7) 334. mál - höfundalög Kl. 10:20
Borin var upp tillaga um að afgreiða álit nefndarinnar. Það var samþykkt.
Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir áliti.

8) 333. mál - höfundalög Kl. 10:30
Borin var upp tillaga um að afgreiða álit nefndarinnar. Það var samþykkt.
Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir áliti. HHG og ÓÞ með fyrirvara.

9) 332. mál - fullnusta refsinga Kl. 10:55
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

10) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30