41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 09:05


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:10
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:05
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:20
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:50

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:15

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð nr. 40 var samþykkt.

2) 13. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Sandra Aðalsteinsdóttir frá IOGT á Íslandi, Anna S. Karlsdóttir frá Bindindissamtökum IOGT, Aðalsteinn Gunnarsson frá IOGT á Íslandi, Jóhannes Ævar Hilmarsson frá Svæðisráði IOGT, Einar Guðmundsson frá Brautin, bindindisfélag, María Rúnarsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Árni Guðmundsson og Geir Bjarnason frá foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, Árni Einarsson frá Fræðslu og forvörnum, Olga Pokrovskaya frá Núll prósent hreyfingunni, Geir Bjarnason frá Saman hópnum, Stefanía Sörheller frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Haraldur Sigurðsson frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar,Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur, Elísabet Gísladóttir frá Umboðsmanni barna, Birgir Jakobsson, Dóra G. Guðmundsdóttir og Rafn M. Jónsson frá Landlæknisembættinu, Svanur Sigurbjörnsson læknir, Guðrún Halla Jónsdóttir frá samráðshópi um forvarnir hjá Reykjavíkurborg, Matthildur Sveinsdóttir, Elísabet Gísladóttir og Hulda Magnúsdóttir frá Neytendastofu, Halldór Jónsson frá SÁÁ og Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 560. mál - útlendingar Kl. 12:27
Borin var upp sú tillaga að senda frumvarpið til umsagnar. Það var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 12:29
Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:29