42. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. mars 2016 kl. 13:00


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 13:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 13:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 13:20

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var fjarverandi.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.
Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 13:50 vegna annarra þingstarfa.
Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 15:15 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 425. mál - tölvutækt snið þingskjala Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar komu Sævar Guðmundsson og Einar Björgvin Sigurbergsson frá Fons Juris ehf, Hrafn Sveinbjarnarson frá Héraðsskjalasafni Kópavogs og Jón Vilberg Guðjónsson og Elísabet Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 11. mál - almenn hegningarlög Kl. 13:45
Á fund nefndarinnar komu Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum, Heiða Björg Pálmadóttir og Bragi Guðmundsson frá Barnaverndarstofu, Ingibjörg Elíasdóttir frá Jafnréttisstofnu, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Dagný Ósk Pind frá Kvennréttindafélagi Íslands, Kolbrún Benediktsdóttir frá Ákærendafélagi Íslands, Kolbrún Benediktsdóttir frá Héraðssaksóknara, Hildur Briem frá Dómarafélagi Íslands (símafundur), Alda Hrönn Jóhannesdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir frá Lögreglustjórafélagi Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 104. mál - grunnskólar Kl. 15:30
Borin var upp tillaga að Karl Garðarsson yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 40. mál - mjólkurfræði Kl. 15:33
Borin var upp sú tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 15:35
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 15:35