43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:11
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:11
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var verðurteppt.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 17. mál - lýðháskólar Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Ásdís Eva Hannesdóttir frá Norræna félaginu, Sabína Steinunn Halldórsdóttir og Auður Inga Þorsteinsdóttir frá Ungmennafélagi Íslands, Aðalheiður Borgþórsdóttir og Lasse Hogenhoft frá LungA (símafundur) og Sigurjón Mýrdal og Ólafur Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 332. mál - fullnusta refsinga Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

4) 401. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:25
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55