19. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. desember 2015 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:35
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 08:56
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:35
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 08:35
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:35
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:01
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:47
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 08:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:14

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Fundargerðir 16., 17., og 18 voru samþykktar án athugasemda.

2) 224. mál - happdrætti og talnagetraunir Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Árni Múli Jónsson og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 332. mál - fullnusta refsinga Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Anna Björg Aradóttir frá embætti Landlæknis og Páll E. Winkel, Erla Kristín Árnadóttir og Guðrún Edda Guðmundsdóttir frá Fangelsismálastofnun. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 369. mál - styrkir vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi Kl. 10:00
Borin var upp tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 362. mál - höfundalög Kl. 10:02
Borin var upp tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05