64. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. maí 2016 kl. 13:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 13:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur (ÓÞ), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:30

Guðmundur Steingrímsson og Oddný G. Harðardóttir yfirgáfu fundinn kl. 14:20.

Nefndarritarar:
Kristín Einarsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) 728. mál - útlendingar Kl. 08:25
Á fundinn komu Helga Þórisdóttur og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd, gerðu grein fyrir sjónarmiðum stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 675. mál - grunnskólar Kl. 08:26
Á fundinn komu Hreiðar Sigtryggsson og Aðalheiður Steingrímsdóttir frá Skólastjórafélagi Íslands, Guðbjörg Ragnarsdóttir frá Félagi grunnskólakennara, Margrét Pála Ólafsdóttr frá Hjallastefnunni, Lárus M.K. Ólafsson og Áslaug Hulda Jónsdóttir frá Samtökum verslunar og þjónustu, Frode F. Jakobsen frá Suðurhlíðaskóla, Elísabet Gísladóttir frá Umboðsmanni barna, Ásta Sigvaldadóttir frá Æskulýðsvettvanginum, Guðmundur Ari Sigurjónsson frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu og Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 742. mál - lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 08:30
Á fundinn komu Una Strand Viðarsdóttir og Helgi Freyr Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Karl Gauti Hjaltason og Árni Sigmundsson frá Lögregluskóla ríkisins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 08:31
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:40