67. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. maí 2016 kl. 08:45


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:45
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:45
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:45
Haraldur Einarsson (HE), kl. 08:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:45
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:52
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:45

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:48
Dagskrárlið frestað til næsta fundar.

2) Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms Kl. 09:48
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Illuga Gunnarsson og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 09:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Stefán A. Sveinsson og Reimar Pétursson frá Lögmannafélagi Íslands og Bryndísi Helgadóttur frá innanríkisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 675. mál - grunnskólar Kl. 09:51
Dagskrárlið frestað til næsta fundar.

5) 658. mál - lögreglulög Kl. 09:51
Dagskrárlið frestað til næsta fundar.

6) Önnur mál Kl. 09:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10