68. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. maí 2016 kl. 13:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 13:10
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 14:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 13:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir boðaði forföll.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 13:50 vegan annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Kristín Einarsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:11
Fundargerðir 62, 63, 64, 65 og 66 voru samþykktar.

2) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 11:12
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnusson frá Dómarafélagi Íslands og Helgu Þórisdóttur og Ölmu Tryggvadóttur frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Frv. til laga um breyt. á lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms Kl. 10:17
Nefndin hélt afram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Þórunni Guðmundsdóttur, Gunnar Guðbjörnsson og Sigurð Flosason frá Samtökum tónlistarskóla í Reykjavík, Freyju Gunnlaugsdóttur frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Júlíönu Indriðadóttur frá Samtökum tónlistarskólastjóra, Sigrúnu Grendal og Dagrúnu Hjartardóttur frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Elínu Pálsdóttur frá jöfnunarsjóði, Guðjón Bragason og Klöru E. Finnbogadóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigfríði Björnsdóttur frá Reykjavíkurborg. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 658. mál - lögreglulög Kl. 11:16
Nefndin samþykkti að afgreiða málið. Allir nefndarmenn rituðu undir álitið, þar af Helgi Hrafn Gunnarsson með fyrirvara.

5) 675. mál - grunnskólar Kl. 11:17
Meiri hluti nefndarinnar samþykkti að afgreiða málið. Ólína Þorvarðardóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skiluðu séráliti. Aðrir nefndarmenn stóðu að áliti meiri hlutans, þar af Guðmundur Steingrímsson og Helgi Hrafn Gunnarsson með fyrirvara.

6) 728. mál - útlendingar Kl. 11:19
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

7) Önnur mál Kl. 11:19
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:40