74. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. ágúst 2016 kl. 15:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 15:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 15:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:20

Ólína Þorvarðardóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson boðuðu forföll.

Vilhjálmur Árnason og Haraldur Einarsson véku af fundi kl. 16:10.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Birgitta Jónsdóttir sat fundinn í fjarveru Helga Hrafns Gunnarssonar.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:44
Dagskrárlið frestað.

2) Tilskipun ESB nr. 2015/2302 um pakkaferðir og létta ferðapakka Kl. 15:00
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti, Helenu Karlsdóttur frá Ferðamálastofu og Matthildi Sveinsdóttur frá Neytendastofu. Gestir viðruðu sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi Kl. 15:15
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Rúnar Guðjónsson og Þorstein Gunnarsson frá innanríkisráðuneyti og Helgu Þórisdóttur frá Persónuvernd. Gestir viðruðu sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 15:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur frá innanríkisráðuneyti sem svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 764. mál - framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2016--2019 Kl. 16:10
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Inga Val Jóhannsson, Lindu Rósu Alfreðsdóttur og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur frá innanríkisráðuneyti sem viðruðu sjónarmið ráðuneytisins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 765. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016--2019 Kl. 16:45
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Inga Val Jóhannsson, Lindu Rósu Alfreðsdóttur og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur frá innanríkisráðuneyti sem viðruðu sjónarmið ráðuneytisins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 17:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:30