10. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. febrúar 2017 kl. 08:45


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 08:45
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 08:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 08:53
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:45
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 08:45
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:04
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 08:45
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 08:55

Valgerður Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Þingmálaskrá 146. löggjafarþings Kl. 08:45
Á fund nefndarinnar komu Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, Jóna Pálsdóttir, Jón Vilberg Guðjónsson og Sigríður Lára Ásbergsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 146. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 65. mál - minning tveggja alda afmælis Jóns Árnasonar Kl. 09:22
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Einar Brynjólfsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) Kl. 9:40 Heimsókn til Útlendingastofnunar, Skógarhlíð 6 Kl. 09:40
Nefndin fór í heimsókn til Útlendingastofnunar þar sem Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar og Þorsteinn Gunnarsson staðgengill forstjóra tóku á móti nefndinni ásamt öðru starfsfólki stofnunarinnar.

5) Önnur mál Kl. 09:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45