14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 08:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 08:30
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 08:40
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:30
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 08:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) fyrir Pawel Bartoszek (PawB), kl. 08:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 08:30

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 113. mál - dómstólar Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Kolbrún Garðarsdóttir og Ingibjörg Ingvadóttir frá Félagi kvenna í lögmennsku, Áslaug Björgvinsdóttir, Gunnlaugur Claessen formaður dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara og Ragnhildur Hjaltadóttir og Sigríður Kristín Axelsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fjallaði um málið og formaður kynnti drög að nefndaráliti. Samþykkt að boða til fundar á ný á þingfundatíma sama dag.

3) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20