15. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 11:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 11:30
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 11:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 11:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 11:30
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 11:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 11:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) fyrir Pawel Bartoszek (PawB), kl. 11:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 11:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 11:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 11:30

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) 113. mál - dómstólar Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga Andrésar Inga Jónssonar, Einars Brynjólfssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um að nefndin flytji breytingartillögu við frumvarpið var ekki samþykkt.

Tillaga formanns og framsögumanns málsins um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanni, Nichole Leigh Mosty, 1. varaformanni, Vilhjálmi Árnasyni, 2. varaformanni, Hönnu Katrínu Friðriksson, Valgerði Gunnarsdóttur og Willum Þór Þórssyni.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Vilhjálmur Árnason, Hanna Katrín Friðriksson, Valgerður Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson.

Andrés Ingi Jónsson, Einar Brynjólfsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun sem Guðjón Brjánsson áheyrnarfulltrúi í nefndinni tekur undir: „Umfjöllun um millidómstigið hefur einkennst af þverpólitískri samstöðu, enda er um mál að ræða sem varðar eina grunnstoð samfélagsins, þ.e. dómskerfið. Minnihlutinn harmar að þessi samstaða skuli nú rofin vegna þess að meirihlutinn geti ekki sætt sig við orðalag í þágu kynjajafnréttis í lagatexta.“

Minnihlutinn kynnti jafnframt að þau myndu leggja fram nefndarálit með breytingartillögu.

2) Önnur mál Kl. 12:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15