18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:20
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Andri Þór Sturluson (ASt), kl. 09:18
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00

Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) Öryggi í miðborg Reykjavíkur Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Kristján Ólafur Guðnason, Jónas Orri Jónasson og Jóhann Karl Þórisson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Halldóra Gunnarsdóttir, Örn Sigurðsson, Hrólfur Jónsson og Áshildur Bragadóttir frá Reykjavíkurborg. Gestir gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi öryggi í miðborg Reykjavíkur og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 102. mál - jafnræði í skráningu foreldratengsla Kl. 10:30
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) Framkvæmd laga nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna Kl. 10:36
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:47
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50