19. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 08:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 08:30
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:39
Andri Þór Sturluson (ASt), kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:30
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 08:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:30

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll. Gunnar Hrafn Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

2) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 08:38
Á fund nefndarinnar komu Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá nefndasviði skrifstofu Alþingis og kynntu þinglega meðferð EES-mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 65. mál - minning tveggja alda afmælis Jóns Árnasonar Kl. 09:10
Tillaga um að Valgerður Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins í stað Einars Brynjólfssonar var samþykkt.

4) Starfið framundan Kl. 09:12
Formaður gerði grein fyrir drögum að dagskrá nefndadaga og nefndin ræddi starfið framundan.

5) 119. mál - orlof húsmæðra Kl. 09:20
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður nefndarinnar yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 09:28
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:28