22. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 09:02


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:02
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:15
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 09:02
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:02
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:16
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:02

Gunnar Hrafn Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað til næsta fundar.

2) 235. mál - vopnalög Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Einarsdóttir og Skúli Þór Gunnarsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt var að Nichole Leigh Mosty verði framsögumaður.

3) 236. mál - útlendingar Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar mættu Íris Björg Kristjánsdóttir og Lilja Borg Viðarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tíu daga umsagnarfresti. Samþykkt var að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði framsögumaður.

4) 135. mál - flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar Kl. 09:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt var að Eygló Harðardóttir verði framsögumaður.

5) 143. mál - húsnæði Listaháskóla Íslands Kl. 09:56
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt var að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður.

6) 144. mál - fjölmiðlar Kl. 09:57
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Samþykkt var að Valgerður Gunnarsdóttir verði framsögumaður.

7) Staða samræmdra prófa Kl. 09:58
Formaður gerði nefndarmönnum grein fyrir stöðu málsins og að niðurstaða formanns og mennta- og menningarmálaráðherra hafi verið að boða viðeigandi aðila til samráðs um málið.

8) Önnur mál Kl. 10:04
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:04