24. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. mars 2017 kl. 08:45


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 08:45
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 08:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 08:45
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:45
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:45
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 08:45
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 08:45
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:45
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 08:45

Gunnar Hrafn Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:18
Fundargerðir 21. fundar og 22. fundar voru samþykktar.

2) 77. mál - úttekt á starfsemi fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins og leiðir til að tryggja stöðu þeirra Kl. 08:50
Nefndin átti símafund með Sigrúnu Stefánsdóttur frá Háskólanum á Akureyri sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Birgir Jakobsson og Rafn M. Jónsson frá Embætti landlæknis, Ólafur Stephensen og Inga Skarphéðinsdóttir frá Félagi atvinnurekenda, Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Leifur Hreggviðsson frá Viðskiptaráði Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að leita umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20