25. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:05

Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:55 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:22
Fundargerðir 23. og 24. fundar voru samþykktar.

2) 236. mál - útlendingar Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Íris Björg Kristjánsdóttir og Ólafur Hjörleifsson frá innanríkisráðuneyti, Hjörtur Bragi Sveinsson og Anna Tryggvadóttir frá kærunefnd útlendingamála og Þorsteinn Gunnarsson, Sigurbjörg Rut Hoffritz og Bjartmar Steinn Guðjónsson frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar komu Ívar Arndal og Sveinn Ingi Árnason frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Margrét María Sigurðardóttir, Elísabet Gísladóttir og Stella Hallsdóttir frá Umboðsmanni barna, Eva Bjarnadóttir frá Unicef og Þóra Jónsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheill, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Kolbrún Þorkelsdóttir frá Fjölmiðlanefnd og Daði Ólafsson frá Neytendastofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:23
Samþykkt að óska sérfræðilegrar aðstoðar frá Hagfræðistofnun vegna málsins í samræmi við reglur forsætisnefndar um sérfræðilega aðstoð.

4) 77. mál - úttekt á starfsemi fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins og leiðir til að tryggja stöðu þeirra Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Kolbrún Þorkelsdóttir frá Fjölmiðlanefnd, Hrafnkell Lárusson og Jón Vilberg Guðjónsson og Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 193. mál - uppbygging að Hrauni í Öxnadal Kl. 09:35
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Valgerður Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25