33. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:55
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:14
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:00

Valgerður Gunnarsdóttir boðaði forföll. Vilhjálmur Árnason mætti seint á fundinn vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

2) 373. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Fanney Óskarsdóttir og Svanhildur Þorbergsdóttir frá dómsmálaráðuneyti, Inga Helga Sveinsdóttir frá Þjóðskrá Íslands og Jórunn Sindradóttir og Sigurbjörg Rut Hoffritz frá Útlendingastofnun. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:43
Formaður lagði fram drög að umsögn til fjárlaganefndar vegna málsins sem samþykkt var að afgreiða frá nefndinni.

Að umsögn meiri hluta nefndarinnar munu standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Nichole Leigh Mosty og Pawel Bartoszek.

Andrés Ingi Jónsson, Eygló Harðardóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson tilkynntu að þau munu skila sérstökum umsögnum.

4) 235. mál - vopnalög Kl. 09:49
Formaður kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

5) 190. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 09:52
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 09:54
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson og Eygló Harðardóttir óskuðu eftir að haldinn yrði opinn fundur með mennta- og menningarmálaráðherra vegna frétta í fjölmiðlum um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans í Reykjavík.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:13