38. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 09:50


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:50
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:50
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:50
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:50
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 09:50
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:16
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:50
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:45
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:58

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:50
Fundargerðir 35. og 37. fundar voru samþykktar.

2) 373. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndastofu og Elísabet Gísladóttir og Stella Hallsdóttir frá Umboðsmanni barna. Fóru þær yfir sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 405. mál - vegabréf Kl. 10:17
Á fund nefndarinnar komu Inga Helga Sveinsdóttir, Þorvarður Kári Ólafsson og Guðni Rúnar Gíslason frá Þjóðskrá Íslands. Fóru þau yfir sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

4) 373. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið.

5) 392. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 10:58
Tillaga formanns og framsögumanns málsins um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanni, Nichole Leigh Mosty, 1. varaformanni, Vilhjálmi Árnasyni, 2. varaformanni, Valgerði Gunnarsdóttur og Pawel Bartoszek.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Vilhjálmur Árnason, Valgerður Gunnarsdóttir og Pawel Bartoszek.

Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Eygló Harðardóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun: „Það er gagnrýnisvert að allsherjar- og menntamálanefnd verði ekki við beiðni minni hlutans að fresta afgreiðslu málsins þar til álit ríkislögmanns um hvort fyrirhuguð lagasetning um lánshæfi aðfaranáms standist stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, liggur fyrir. Komi upp efasemdir um hvort að lagasetning standist stjórnarskrá er það á ábyrgð hvers þingmanns að tryggja að svo sé, í samræmi við drengskaparheit hans þar um. Með vísan til þess styður minni hlutinn ekki að afgreiða málið frá nefndinni.“

Minni hlutinn kynnti jafnframt að þau myndu leggja fram nefndarálit með breytingartillögu.

6) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25