39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:13
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) fyrir Eygló Harðardóttur (EyH), kl. 09:21
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Iðunn Garðarsdóttir (IðG), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:25
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:05

Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 10:18.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 437. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar kom Rósa Guðrún Erlingsdóttir frá velferðarráðuneyti og kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Guðrún Rögnvaldsdóttir frá Staðlaráði Íslands, Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda, Halldór Benjamin Þorbergsson frá Samtökum atvinnulífsins, Eyrún Arnarsdóttir og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Erla S. Árnadóttir frá kærunefnd jafnréttismála, Kristín Ásgeirsdóttir frá Jafnréttisstofu, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Dagný Ósk Aradóttir Pind frá Kvenréttindafélagi Íslands, Lárus Ólafsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu, Steinunn Böðvarsdóttir frá VR og Georg Brynjarsson frá Bandalagi háskólamanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 405. mál - vegabréf Kl. 11:10
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður, Valgerður Gunnarsdóttir, Nichole Leigh Mosty 1. varaformaður, Vilhjálmur Árnason 2. varaformaður, Pawel Bartoszek, Elsa Lára Arnardóttir og Iðunn Garðarsdóttir.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir boðaði að hún og Björn Leví Gunnarsson myndu skila séráliti.

4) Breyting á útlendingalögum Kl. 11:12
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016.

5) Önnur mál Kl. 11:17
Samþykkt að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skipi undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:17