43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 09:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Eygló Harðardóttur (EyH), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:06

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 39., 40. og 41. fundar voru samþykktar.

2) 544. mál - útlendingar Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið.

3) 374. mál - meðferð sakamála Kl. 09:08
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Tillaga um að nefndin leggði fram breytingartillögu við málið var samþykkt.

4) 392. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 09:54
Nefndin fjallaði um málið.

5) 437. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið.

6) 289. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 09:51
Tillaga um að Pawel Bartoszek verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar og að frestur til að veita umsögn verði tvær vikur var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 10:15
Líneik Anna Sævarsdóttir óskaði eftir að fá fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins á fund vegna stöðu Hússtjórnarskólans á Hallormsstöðum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15