44. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. maí 2017 kl. 12:05


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 12:05
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 12:24
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 12:07
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 12:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 12:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 12:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 12:05
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 12:05

Valgerður Gunnarsdóttir boðaði forföll. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:05
Fundargerðir 42. fundar og 43. fundar voru samþykktar.

2) 437. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 12:06
Á fund nefndarinnar komu Gylfi Arnbjörnsson og Maríanna Traustadóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá BSRB. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 544. mál - útlendingar Kl. 12:45
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Tillaga um að nefndin leggði fram breytingartillögu við málið var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 12:45
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:55