42. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. maí 2017 kl. 13:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 13:30
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 13:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 13:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 13:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 13:30
Iðunn Garðarsdóttir (IðG), kl. 13:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:30
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 13:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 13:30

Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 15:20 en í hennar stað kom Brynjar Níelsson. Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 15:54. Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 16:29.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:30
Frestað.

2) Staða framhaldsskóla Kl. 13:35
Á fund nefndarinnar komu Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, Björg Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Steinn Jóhannsson skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla og Jón B. Stefansson skólameistari Tækniskólans. Gestir gerðu grein fyrir stöðu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 481. mál - dómstólar o.fl. Kl. 15:54
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður og framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Vilhjálmur Árnason, Brynjar Níelsson, Pawel Bartoszek og Iðunn Garðarsdóttir.

4) 102. mál - jafnræði í skráningu foreldratengsla Kl. 15:57
Vilhjálmur Árnason, framsögumaður málsins og 2. varaformaður, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti.

5) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 16:01
Framsögumaður málsins, Pawel Bartoszek, kynnti drög að nefndaráliti.

Málið var afgreitt frá nefndinni með samþykki Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Brynjars Níelssonar, Nichole Leigh Mosty, Pawels Bartoszek og Vilhjálms Árnasonar. Að nefndaráliti meiri hluta standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Brynjar Níelsson, Nichole Leigh Mosty, Pawel Bartoszek og Vilhjálmur Árnason.

Eygló Harðardóttir, Iðunn Garðarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir greiddu atkvæði gegn því að málið yrði afgreitt úr nefndinni. Þau lögðu fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúar minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar mótmæla því að meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hafi afgreitt mál nr. 106, verslun með áfengi og tóbak, út úr nefndinni á fundi 19. maí án þess að fyrir liggi umsagnir velferðar- og fjárlaganefnda, sem óskað hefur verið eftir. Auk þess hefur nefndinni ekki borist svar forsætisnefndar við beiðni um skýrslu frá Hagfræðistofnun um úttekt á þjóðhagslegum áhrifum breytinganna.

Vegna þess hversu viðamiklar breytingatillögur meirihlutinn vill gera á frumvarpinu telur minnihlutinn að það sé nauðsynlegt að fá nýjar umsagnir við þeim tillögum. Ekki er hægt að afgreiða málið úr nefnd án nýrra umsagna.“

Minni hluti nefndarinnar boðaði sérálit.

Pawel Bartoszek, framsögumaður málsins, lagði fram eftirfarandi bókun: Þær breytingartillögur sem lagðar eru til fela í sér að frumvarpið gengur mun skemur en lagt var til í upphafi. Allir geta áfram sent inn umsagnir, nú með hliðsjón af þeim breytingum sem lagðar eru til. Sé talin ástæða til að bregðast við þeim er ekkert því til fyrirstöðu að málið sé tekið inn til nefndar milli 2. og 3. umræðu.

6) 77. mál - úttekt á starfsemi fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins og leiðir til að tryggja stöðu þeirra Kl. 16:26
Eygló Harðardóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Eygló Harðardóttir, Vilhjálmur Árnason, Iðunn Garðarsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Valgerður Gunnarsdóttir og Pawel Bartoszek með fyrirvara.

7) 193. mál - uppbygging að Hrauni í Öxnadal Kl. 16:29
Formaður kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Valgerður Gunnarsdóttir, Eygló Harðardóttir, Iðunn Garðarsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Pawel Bartoszek og Vilhjálmur Árnason.

8) Önnur mál Kl. 16:31
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:38