51. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. ágúst 2017 kl. 10:30
Opinn fundur


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 10:30
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 10:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 10:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 10:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) fyrir Eygló Harðardóttur (EyH), kl. 10:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 10:30
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 10:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 10:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 10:30

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Reglur um uppreist æru Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Haukur Guðmundsson og Kristín Einarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti.

Dómsmálaráðherra gerði grein fyrir reglum um uppreist æru, ferli slíkra mála og fyrirhuguðum breytingum á reglunum og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Bergur Þór Ingólfsson og gerði grein fyrir reglum um uppreist æru og ferli slíkra mála eins og það horfir við brotaþolum og aðstandendum þeirra og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 12:45

Upptaka af fundinum