52. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. september 2017 kl. 13:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 13:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 13:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 13:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 13:11
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) fyrir Pawel Bartoszek (PawB), kl. 13:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 13:07

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 50. og 51. fundar voru samþykktar.

2) Málefni flóttafólks og framkvæmd laga um útlendinga nr. 80/2016: Skuldbindingar Íslands samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar komu Guðríður Lára Þrastardóttir, Gunnar Narfi Gunnarsson og Kristjana Fenger frá Rauða krossinum á Íslandi, Hjörtur Bragi Sverrisson og Anna Tryggvadóttir frá kærunefnd útlendingamála, Lilja Borg Viðarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti og Þorsteinn Gunnarsson og Vera Dögg Guðmundsdóttir frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Málefni flóttafólks og framkvæmd laga um útlendinga nr. 80/2016: Viðkvæm staða fórnarlamba mansals. Kl. 13:05
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) Önnur mál Kl. 14:29
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:35