8. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 10:30


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 10:36
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 10:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 10:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 10:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 10:30

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:30
Fundargerðir 1., 2., 3., 4., 5. og 6. fundar voru samþykktar.

2) Þingmálaskrá 148. löggjafarþings 2017-2018 Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneyti. Dómsmálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 148. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á starfi fastanefnda. Kl. 11:34
Á fund nefndarinnar kom Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður nefndasviðs skrifstofu Alþingis, sem kynnti störf fastanefnda og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:25
Andrés Ingi Jónsson óskaði eftir að viðeigandi ráðuneyti, stofnanir og fulltrúar kvenna tilheyrandi stétta kæmu á fund nefndarinnar til að fjalla um #metoo-hreyfinguna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00