14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. febrúar 2018 kl. 08:45


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:45
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:45
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 08:49
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 08:55
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 08:45
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:45
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 08:45
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:45
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 08:45

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vék af fundi kl. 09:26.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Andrés Ingi Jónsson stýrði fundi þar til Páll Magnússon, formaður, mætti á fund, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:22
Fundargerðir 10., 11., 12. og 13. fundar voru samþykktar.

2) 63. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 08:45
Á fund nefndarinnar komu Hulda Árnadóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Elfa Ýr Gylfadóttir frá Fjölmiðlanefnd, Sjón frá P.E.N. á Íslandi, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson frá Útgáfufélaginu Stundinni ehf. og Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Dómarafélagi Íslands auk þess sem Lárus Bjarnason frá Sýslumannafélagi Íslands átti símafund með nefndinni. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 37. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:44
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 42. mál - útlendingar Kl. 09:44
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 128. mál - ættleiðingar Kl. 09:44
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 34. mál - útlendingar Kl. 09:44
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 35. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 09:44
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 133. mál - íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög Kl. 09:44
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon, formaður, verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) 36. mál - höfundalög Kl. 09:44
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

10) 83. mál - mannanöfn Kl. 09:44
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

11) 10. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:47
Nefndin fjallaði um málið.

12) Önnur mál Kl. 09:50
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir óskaði eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti um verklag lögreglu í málum er varða kynferðisbrot gegn börnum og samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Það var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:23