16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. febrúar 2018 kl. 08:37


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:55
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:51
Adda María Jóhannsdóttir (AMJ) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 08:37
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:37
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:19
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 08:37
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 08:37
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 08:51
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:37
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:37

Jón Þór Ólafsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir viku af fundi kl. 10:04 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Nefndin fól Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur að stýra fundi þar til að Páll Magnússon, formaður, mætti á fundinn.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:23
Fundargerðir 14. og 15. fundar voru samþykktar.

2) Nýliðun í kennarastétt og fyrirsjáanlegur kennaraskortur Kl. 08:37
Á fund nefndarinnar komu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Björk Óskarsdóttir og Sonja Dögg Pálsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Læsi í grunnskólum og brotthvarf í framhaldsskólum Kl. 09:14
Á fundinn komu Arnór Guðmundsson, Kolfinna Jóhannesdóttir og Andrea Anna Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 133. mál - íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög Kl. 10:04
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Fanney Óskarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti og kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 203. mál - meðferð sakamála Kl. 10:16
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 113. mál - endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga Kl. 10:03
Frestað.

7) 134. mál - helgidagafriður Kl. 10:03
Frestað.

8) 127. mál - áfengislög Kl. 10:03
Frestað.

9) 150. mál - Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað Kl. 10:03
Frestað.

10) Önnur mál Kl. 10:23
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:23