20. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. mars 2018 kl. 09:11


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:18
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:11
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:11
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:11
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:11
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:11
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:11
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:11
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:11

Andrés Ingi Jónsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:07
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) 63. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 09:11
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneyti og Sigurður Tómas Magnússon, formaður réttarfarsnefndar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 10. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:50
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti og breytingartillögum.

4) Reglugerð (ESB) 2017/1128 um frjálsa för fyrir þjónustu efnisveitna og myndmiðlaþjónustu á innri markaðinum Kl. 09:54
Nefndin afgreiddi álit sitt til utanríkismálanefndar. Allir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.

5) Tilskipun (ESB) 2017/1564 um notkun höfundarréttarvörðu efni í þágu blindra, sjónskertra eða þeirra sem glíma við aðra prentleturshömlun og um breytingu á tilskipun 2001/29/EB Kl. 09:54
Nefndin afgreiddi álit sitt til utanríkismálanefndar. Allir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.

6) 203. mál - meðferð sakamála Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið.

7) 114. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:56
Nefndin fjallaði um málið.

8) 339. mál - Þjóðskrá Íslands Kl. 10:06
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Willum Þór Þórsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 10:07
Nefndin ræddi um fyrirkomulag funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:09