22. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 09:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:20
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:05

Andrés Ingi Jónsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) 133. mál - íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Sigurbjörg Rut Hoffritz, Vilborg Sif Valdimarsdóttir og Ester Inga Sveinsdóttir frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir minnisblaði frá 12. mars sl. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Sigurbjörg Rut Hoffritz, Vilborg Sif Valdimarsdóttir og Ester Inga Sveinsdóttir frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fjallaði um málið.

4) 203. mál - meðferð sakamála Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:18
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18