24. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. mars 2018 kl. 09:11


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:11
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:11
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:11
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:11
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:11
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:11
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:11
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:11

Andrés Ingi Jónsson og Páll Magnússon boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:11
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) #metoo-byltingin Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar kom Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Hildur Dungal og Svala Ísfeld frá dómsmálaráðuneyti, Bjarnheiður Gautadóttir, Eva Margrét Kristinsdóttir, Ingibjörg Broddadóttir og Petra Baumruk frá velferðarráðuneyti, Jóna Pálsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Hugrún Hjaltadóttir frá Jafnréttisstofu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Helgi Valberg Jensson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 203. mál - meðferð sakamála Kl. 11:24
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti.

4) Önnur mál Kl. 11:27
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30