25. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. mars 2018 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:14
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:40

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

2) 128. mál - ættleiðingar Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Helga Lind Pálsdóttir frá félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu og Stella Hallsdóttir og Sigurlaug Þórisdóttir frá umboðsmanni barna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Helga Jóna Sveinsdóttir og Kolbrún Þorkelsdóttir frá barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar, Eyrún Guðmundsdóttir og Óskar Sturluson frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Jón Bjarnason og Dögg Pálsdóttir hrl. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:26
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir óskaði eftir að ríkislögreglustjóri kæmi á fund nefndarinnar til að fjalla um samskipti og úrræði við innlend og erlend lögreglulið vegna horfinna einstaklinga. Það var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:37