34. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. apríl 2018 kl. 09:04


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:04
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:04
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:04
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:04
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:04

Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði forföll. Willum Þór Þórsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Páll Magnússon vék af fundi kl. 09:19 vegna annarra þingstarfa. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:58. Jón Þór Ólafsson sat fundinn þegar Olga Cilia vék af fundi kl. 10:59.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Frestað.

2) 345. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar kom Sigurbjörg Rut Hoffritz frá Útlendingastofnun sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 113. mál - endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga Kl. 09:19
Á fund nefndarinnar kom Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 50. mál - þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta Kl. 09:52
Á fund nefndarinnar komu Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins og Maríanna Traustadóttir frá Alþýðusambandi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Guðbjörg Pálsdóttir, Aðalbjörg Finnbogadóttir og Gunnar Helgason frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Helga Björg Ragnarsdóttir, Atli Atlason og Anna Kristinsdóttir frá Reykjavíkurborg, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands og Rakel Sveinsdóttir frá Félagi kvenna í atvinnulífinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 236. mál - aðgengi að stafrænum smiðjum Kl. 11:01
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Sigursveinsson og Ingunn Jónsdóttir frá Háskólafélagi Suðurlands, Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans á Suðurlandi og Sigríður Pálsdóttir deildarstjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Kristján Leósson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 09:14
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:36