35. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. apríl 2018 kl. 13:02


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:15
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:02
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 13:02
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 13:02
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:02

Páll Magnússon og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu forföll. Willum Þór Þórsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sat fundinn fyrir Birgi Ármannsson til kl. 14:29 þegar Birgir Ármannsson mætti og vék Áslaug Árna Sigurbjörnsdóttir þá af fundi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Andrés Ingi Jónsson stýrði fundi þar til Guðmundur Andri Jónsson, 1. varaformaður, mætti á fund.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:02
Frestað.

2) 219. mál - gerð áætlunar um stafræna endurgerð íslensks prentmáls Kl. 13:02
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Nordal frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Örn Hrafnkelsson og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafn, Margrét Hallgrímsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands og Þóra Ingólfsdóttir frá Hljóðbókasafni Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Heiðar Ingi Svansson frá Félagi íslenskra bókaútgefenda ásamt Halldóri Birgissyni lögmanni félagsins, og Ragnheiður Tryggvadóttir frá Rithöfundasambandi Íslands ásamt Sigríði Rut Júlíusdóttur lögmanni sambandsins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Eiríkur Þorláksson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 37. mál - almenn hegningarlög Kl. 14:23
Á fund nefndarinnar kom Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 14:54
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:54